Marel lækkaði mest allra skráðra félaga í lok eldrauðs dags í kauphöllinni, eða um tæp 11%, í 744 milljón króna viðskiptum. Lækkunin kemur í kjölfar tilkynningar Marels um að starfsólki yrði fækkað um 5% á heimsvísu. Hlutabréfaverð í félaginu hefur lækkað um 32% á síðustu 12 mánuðum.

Sjá einnig Fækkun starfsmanna þvert á svið

Úrvalsvísitalan lækkaði um 4,5% dagsins, og 19 af 23 skráðum félögum lækkuðu í dag.

Mesta veltan var á bréfum í Kvikubanka sem lækkaði um 3,3% í 1,3 milljarða viðskiptum.

Arion og Iceland Seafood voru einu félögin sem hækkuðu í viðskiptum dagsins, eða um 0,5% hvort um sig. Sýslað var með bréf Arion fyrir 360 milljónir.