Líf­tækni­lyfja­fyrir­tækið Al­vot­ech sagði upp fimm­tán starfs­mönnum í gær.

Bene­dikt Stefáns­son, for­stöðu­maður fjár­festa- og al­manna­tengsla, segir í sam­tali við Við­skipta­blaðið að um sé að ræða bæði inn­lenda og er­lenda starfs­menn.

„Þetta er hluti af eðli­legu breytingaferli, við erum auðvitað mjög dýnamískt fyrir­tæki. Verk­efni breytast og til dæmis er verið að auka afköst í lyfjafram­leiðslunni,“ segir Bene­dikt og bætir við að upp­sagnirnar séu þvert á deildir.

„Við réðum 29 manns í janúar og 15 manns eru að kveðja þannig að heildafjöldi starfsmanna dregst ekki saman,“ segir Bene­dikt og bætir við að þetta sé því ekki niður­skurður.

Hann segir einungis um á­herslu­breytingu að ræða á nokkrum sviðum. Um 1.050 starfs­menn starfa hjá Al­vot­ech og tæp 80% þeirra starfa á Ís­landi.

Benedikt Stefánsson, forstöðumaður fjárfesta- og almannatengsla hjá Alvotech
Benedikt Stefánsson, forstöðumaður fjárfesta- og almannatengsla hjá Alvotech
© Aðsend mynd (AÐSEND)