Benchmark Genetics Iceland, sem starfaði undir nafninu Stofnfiskur fram til ársins 2021, var stofnað árið 1991 en félagið er í dag hluti af stærri samstæðu sem er í eigu breska félagsins Benchmark Holdings.
Móðurfélagið er um þessar mundir í söluferli. Leitað er að nýjum eigendum fyrir öllum rekstrinum eða hluta hans, en söluferlið er enn á byrjunarstigi.
Benedikt Hálfdanarson er framkvæmdastjóri Benchmark Genetics Iceland en hann tók við stöðunni fyrir rúmu ári. Hann hefur ríflega þriggja áratuga reynslu af bransanum og var áður framkvæmdastjóri Vaka fiskeldiskerfa.
„Maður hefur séð með eigin augum hvernig hlutirnir hafa breyst og hvert við erum að stefna í fiskeldinu. Það sem að skiptir máli er að maður horfi heiðarlegur á stöðuna og viðurkenni það sem má betur fara og hvar skórinn kreppir,“ segir Benedikt.
Þó móðurfélagið sé í söluferli gangi starfsemin sinn vanagang en fyrirtækið hefur vaxið og dafnað undanfarin ár og skilað góðum hagnaði. Frá árinu 2019 hefur félagið velt um og yfir fjórum milljörðum árlega og nemur samanlagður hagnaður árin 2019-2023 5,5 milljörðum króna.
Nánar er rætt við Benedikt í sérblaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.