John R. Tyson, fjármálastjóri bandaríska matvælarisans Tyson Foods, var handtekinn um helgina fyrir ölvun á almannafæri og fyrir að fara inn á eign annarra í leyfisleysi. Wall Street Journal greinir frá.

Í handtökuskýrslu kemur fram að hinn 32 ára gamli Tyson hafi sofnað í röngu húsi. Hann var fundinn sofandi á heimili ókunnugrar konu í borginni Fayetteville í Arkansas fylki um sunnudagsmorguninn. Eftir að lögreglan vakti Tyson, lagðist hann niður og reyndi að sofna aftur. Konan taldi að hann hefði gengið inn um ólæstar útidyrnar og sagðist ekki þekkja hann. Honum var sleppt úr haldi sunnudagskvöldið.

Í tölvupósti til starfsmanna afsakaði Tyson gjörðir sínar og sagðist vera að leita sér hjálpar vegna áfengisneyslu sinnar.

„Ég skammast mín fyrir hegðunina sem samræmist ekki persónulegum gildum mínum sem og gildum fyrirtækisins ásamt þeim miklu væntingum sem berum til hver annars hér hjá Tyson Foods,“ skrifaði John Tyson.

Langafi hans er stofnandi Tyson Foods, sem er í dag næst stærsta fyrirtæki heims á sviði alifugla-, svína- og nautgripaeldis og slátrun. Markaðsvirði fyrirtækisins nemur 24 milljörðum dala, eða um 3.500 milljörðum króna. Tyson fjölskyldan fer með 70% af atkvæðisrétt í fyrirtækinu og faðir hans er stjórnarformaður fyrirtækisins.

Hann var ráðinn fjármálastjóri í september og tók formlega við stöðunni í byrjun október. John Tyson hafði áður gegnt háttsettum stöðum hjá fyrirtækinu og margir höfðu spáð því að hann verði forstjóri eða stjórnarformaður í framtíðinni.

John R. Tyson, fjármálastjóri bandaríska matvælarisans Tyson Foods, var handtekinn um helgina fyrir ölvun á almannafæri og fyrir að fara inn á eign annarra í leyfisleysi. Wall Street Journal greinir frá.

Í handtökuskýrslu kemur fram að hinn 32 ára gamli Tyson hafi sofnað í röngu húsi. Hann var fundinn sofandi á heimili ókunnugrar konu í borginni Fayetteville í Arkansas fylki um sunnudagsmorguninn. Eftir að lögreglan vakti Tyson, lagðist hann niður og reyndi að sofna aftur. Konan taldi að hann hefði gengið inn um ólæstar útidyrnar og sagðist ekki þekkja hann. Honum var sleppt úr haldi sunnudagskvöldið.

Í tölvupósti til starfsmanna afsakaði Tyson gjörðir sínar og sagðist vera að leita sér hjálpar vegna áfengisneyslu sinnar.

„Ég skammast mín fyrir hegðunina sem samræmist ekki persónulegum gildum mínum sem og gildum fyrirtækisins ásamt þeim miklu væntingum sem berum til hver annars hér hjá Tyson Foods,“ skrifaði John Tyson.

Langafi hans er stofnandi Tyson Foods, sem er í dag næst stærsta fyrirtæki heims á sviði alifugla-, svína- og nautgripaeldis og slátrun. Markaðsvirði fyrirtækisins nemur 24 milljörðum dala, eða um 3.500 milljörðum króna. Tyson fjölskyldan fer með 70% af atkvæðisrétt í fyrirtækinu og faðir hans er stjórnarformaður fyrirtækisins.

Hann var ráðinn fjármálastjóri í september og tók formlega við stöðunni í byrjun október. John Tyson hafði áður gegnt háttsettum stöðum hjá fyrirtækinu og margir höfðu spáð því að hann verði forstjóri eða stjórnarformaður í framtíðinni.