Turkish Airlines hefur hafið áætlunarflug á ný til Kabúl en tæp þrjú ár eru síðan flugfélagið flaug síðast til höfuðborgar Afganistan.
Turkish Airline er í dag eina evrópska flugfélagið, með áætlunarflug til Kabúl, en nokkur asísk flugfélög fljúga þangað og má nefna Flydubai og Emirates.
Turkish Airlines er á meðal tíu stærstu flugfélaga í heimi og skiptir þá ekki máli hvort miðað er við fjölda farþega eða veltu. Raunar flýgur ekkert flugfélag á fleiri áfangastaði en Turkish Airlines eða 272 áfangastaði í 126 löndum. Tyrkneska ríkið á 49% hlut í flugfélaginu en 51% er í dreifðri eignaraðild almennra hluthafa.
Flugfélagið á sér langa sögu en það var stofnað árið 1933 og nefndist þá Turkish State Airlines.