Í umfangsmikilli stefnumótunarvinnu RARIK sem unnin var á vetrarmánuðum 2022 – 2023 var grundvöllur lagður að skipulagsbreytingum.
Í tilkynningu segir að markmið skipulagsbreytinganna sé að semja fyrirtækið að breyttu starfsumhverfi og væntingum allra hagaðila; viðskiptavina, starfsfólks, eigenda og samfélagsins sem fyrirtækið þjónar.
Framkvæmdastjórum fjölgar þá um tvo frá fyrra skipulagi en ekki er um raunfjölgun í stjórnendahópnum að ræða þar sem deildarstjórum fækkar. Framkvæmdastjórnin er skipuð jafnmörgum konum og körlum og er yngsti framkvæmdastjórinn 34 ára og sá elsti 68 ára.
Í nýju skipulagi er kjarnastarfsemi fyrirtækisins á þremur sviðum, Veitukerfi, Viðskiptaþjónusta og Þróun og framtíð. Þvert á kjarnasviðin eru stoðsviðin Mannauður og menning, Viðskiptatækni og skilvirkni og Fjármál sem veita þjónustu til allra sviða og þar með allrar starfsemi fyrirtækisins.

Framkvæmdastjórar í nýju skipulagi eru sex:
Egill Jónasson – Viðskiptaþjónusta
Elísabet Ýr Sveinsdóttir – Fjármál
Guðni Björgvin Guðnason – Viðskiptatækni og skilvirkni
Helga Jóhannsdóttir – Veitukerfi
Sigrún Birna Björnsdóttir – Mannauður og menning
Tryggvi Ásgrímsson – Þróun og framtíð
Auk þess hefur Silja Rán Steinberg Sigurðardóttir verið skipuð aðstoðarforstjóri fyrirtækisins til hliðar við Magnús Þór Ásmundsson forstjóra.