Receep Tayyip Erdogan, for­seti Tyrk­lands, hefur skipað fyrr­verandi fram­kvæmda­stjóra First Repu­blic bankans seðla­banka­stjóra Tyrk­lands.

Hafize Gaye Erkan var fram­kvæmda­stjóri First Repu­blic til loka árs 2021 en bankinn varð ó­gjald­fær í vor.

Banka­risinn JP­Morgan Chase tók yfir bróður­partinn af First Repu­blic í byrjun maí­mánaðar eftir að stýri­vaxta­hækkun banda­ríska Seðla­bankans varð bana­biti bankans.

Að mati The Wall Street Journal þýðir skipun Erkan að Erdogan ætli að reyna draga úr ó­hefð­bundinni efna­hags­stefnu landsins sem hefur fælt er­lenda fjár­festa frá landinu.

Erkan er fyrsta konan til að vera skipuð Seðla­banka­stjóri í Tyrk­landi.