Fyrsti dagur Ölgerðarinnar í Kauphöllinni var í dag. Heildarvelta með hlutabréf félagsins nam 299 milljónum króna. Gengi bréfanna stendur í 9,99 krónum á hlut við lok dags, það er 0,4% lækkun frá 10,03 króna útboðsgengi B-tilboðsbókar það er þó 12% yfir A-gengi bréfanna.

Sjá meira hér: Ölgerðin byrjar rólega.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,19% í viðskiptum Kauphallarinnar í dag en hún hefur lækkað um 2,98% á síðastliðnum mánuði. Af 21 félögum voru sjö félög græn en níu rauð.

Hlutabréf Origo lækkuðu mest í dag eða um 2,46% í 17 milljóna króna viðskiptum. Gengið er nú í 59,50 krónum á hlut en það hefur lækkað um 11,85% á síðastliðnum mánuði. Gengi Sýnar hækkaði mest í dag eða um 1,67% í 38 milljóna króna viðskiptum. Hlutabréfaverð Sýnar stendur nú í 61 krónum á hlut og hefur hækkað um 11,93% á síðastliðnum mánuði.

Heildarvelta á markaði var 3,3 milljarðar króna þar voru viðskipti mest með hlutabréf Íslandsbanka en þau námu 588 milljónum króna. Gengi bankans er 121,6 krónur á hlut og hækkaði um 1,5% í dag.

© BIG (VB MYND/BIG)

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, í morgun er viðskipti með bréf Ölgerðarinnar voru hringd inn.