Í könnun Gallup um fylgi flokkanna í Reykjavíkurborg, sem gerð var fyrir Viðskiptablaðið í janúar, eru tölurnar meðal annars brotnar niður á póstnúmerin í borginni.

Ef borgarstjórnarkosningar færu fram nú myndu Sósíalistar fá 10% fylgi og fengju tvo borgarfulltrúa áfram.

Vesturbærinn er langbesta hverfi Sósíalista en þar fengju þeir 25,2% atkvæða væri kosið nú. Næst á eftir eru Árbær og Grafarholt (109 og 113) og Miðbærinn, en þær er fylgi þeirra 11%.

Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur í Vesturbænum og fengi 32,2% fylgi ef kosið væri nú, samkvæmt könnuninni. Er það 1,1 prósentustigi meira en mælingin í allri borginni sýnir.

Samfylkingin mælist með 22,9% í könnuninni. Hún fengi hins vegar aðeins 13,4% í Vesturbænum.

Þess ber að geta að vikmörk fylgismælinga innan einstakra hverfa eru meiri en fyrir borgina í heild sinni.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.