Hlutabréf Nissan Motor hafa ekki verið hærri í fimmtán ár eftir að áhrifafjárfestir jók hlut sinn í félaginu. Gengi bílaframleiðandans hækkaði um 13% í dag í Tokýó, stærsta dagshækkun síðan í apríl 2009.
Gengishækkunin kemur í kjölfar fregna í síðustu viku um að fyrirtækið væri að hefja endurskipulagningarferli, sem felur meðal annars í sér fækkun níu þúsund starfsmanna, eftir erfiðan ársfjórðung.
Samkvæmt WSJ hefur Nissan einnig lækkað söluspá sína eftir tæplega 60 milljóna dala tap á síðasta ársfjórðungi. Það hefur einnig lækkað söluspá sína fyrir alla helstu markaði, þar með talið í Kína og Norður-Ameríku.
Kína hefur þá reynst sérstaklega erfiður markaður fyrir Nissan en þar hefur geisað mikið verðstríð samhliða uppgangi rafbílamarkaðarins sem hefur bitnað sérstaklega á erlendum bílaframleiðendum.