Gengi danska og lyfja- og lækningavörufyrirtækisins Novo Nordisk í Kauphöllinni í New York rauk upp um 17% eftir að að ný rannsókn á megrunarlyfinu Wegovy var birt í gær.
Í rannsókninni kemur í ljós að Wegovy hjálpar ekki bara fólki að grennast heldur hefur það jákvæð áhrif á hjartað. Lyfið er sagt draga úr líkunum á hjartaáfalli, slögum og öðrum hjarta- og æðasjúkdómum um 20%.
Í kjölfarið rauk gengið í NYSE ú 161 Bandaríkjadal í 189 dali og hefur haldist stöðugt þar í dag.
Fregninar höfðu einnig áhrif á B bréf Novo Nordisk í Danmörku en gengið opnaði á þriðjudaginn í 1095 dönskum krónum en dagslokagengið var 1284 danskar krónur. Gengið hefur lækkað örlítið í dag en stendur nú í 1258 krónum.
Fregninar höfðu einnig áhrif á gengið í Kauphöllinni í Danmörku en Novo Nordisk opnaði á þriðjudaginn í 1095 dönskum krónum en dagslokagengið var 1284 danskar krónur. Gengið hefur lækkað örlítið í dag en stendur nú í 1258 krónum.
Gögnin eru sögð setja þrýsting á bandarísk tryggingafyrirtæki til að veita skjólstæðingum sínum aðgang að lyfinu og féllu hlutabréf heilbrigðistryggingafyrirtækja í kjölfarið.
Hlutabréf United Health Group féllu um 1%, Elevenace Health féll um 1,7%, Humana og Centene féllu bæði um 1%.