Hluta­bréfa­verð Play lækkaði um 15% á First- North markaðinum í við­skiptum dagsins.

Dagsloka­gengi Play var í kringum 3 krónur í gær en ein 50 milljón króna við­skipti rétt fyrir lokun markaða í dag ýtti genginu niður í 2,5 krónur.

Gengi flug­fé­lagsins hefur nú lækkað um 40% síðast­liðinn mánuð og 68% á árinu.

Hluta­bréfa­verð Play lækkaði um 15% á First- North markaðinum í við­skiptum dagsins.

Dagsloka­gengi Play var í kringum 3 krónur í gær en ein 50 milljón króna við­skipti rétt fyrir lokun markaða í dag ýtti genginu niður í 2,5 krónur.

Gengi flug­fé­lagsins hefur nú lækkað um 40% síðast­liðinn mánuð og 68% á árinu.

Á aðal­markaði hækkuðu hluta­bréf í Heimum um tæp 2% í 715 milljón króna veltu en gengi fast­eigna­fé­lagsins hefur nú hækkað um 15% frá miðjum maí.

Lang­mesta veltan var með bréf Marels en gengi fé­lagsins hreyfðist lítið í 1,2 milljarða króna við­skiptum í dag. Hlut­hafa­kosning um val­frjálst yfir­töku­til­boð JBT í allt hluta­fé fé­lagsins hefst á mánu­daginn. Dagsloka­gengi Marels var 500 krónur.

Hluta­bréfa­verð Kviku banka lækkaði um rúmt 1% í við­skiptum dagsins en gengi bankans hefur nú lækkað um tæp 3% síðustu sjö við­skipta­daga og 14% á árinu. Dagsloka­gengi bankans var 14,8 krónur.

Úr­vals­vísi­talan OMXI15 hækkaði um 0,13% og var heildar­velta á markaði 4,8 milljarðar.