Stöðug­leiki hefur ein­kennt gjald­eyris­markaðinn það sem af er ári og hefur Seðla­bankinn ekki beitt inn­gripum síðan í febrúar, sam­kvæmtFjár­mála­stöðug­leika­riti bankans sem kom út í gær.

Gengis­flökt hefur verið tölu­vert undir lang­tíma­meðal­tali og velta á milli­banka­markaði með gjald­eyri lítil.

Að mati bankans kann það að benda til jafn­vægis í gjald­eyris­flæði til og frá landinu en við­skipta­bankarnir leita á gjald­eyris­markað þegar ó­jafn­vægi er í inn- og út­flæði gjald­eyris.

Stöðug­leiki hefur ein­kennt gjald­eyris­markaðinn það sem af er ári og hefur Seðla­bankinn ekki beitt inn­gripum síðan í febrúar, sam­kvæmtFjár­mála­stöðug­leika­riti bankans sem kom út í gær.

Gengis­flökt hefur verið tölu­vert undir lang­tíma­meðal­tali og velta á milli­banka­markaði með gjald­eyri lítil.

Að mati bankans kann það að benda til jafn­vægis í gjald­eyris­flæði til og frá landinu en við­skipta­bankarnir leita á gjald­eyris­markað þegar ó­jafn­vægi er í inn- og út­flæði gjald­eyris.

Gengi krónunnar tók að lækka síðla sumars og hafði lækkað um ríf­lega 2% þegar mest lét í byrjun septem­ber. Um helmingur lækkunarinnar hefur nú gengið til baka.

„Hrein fram­virk gjald­eyris­staða við­skipta­bankanna lækkaði um sam­tals 30 ma.kr. í júlí og ágúst og af­leiðu­samningum með krónuna fækkaði um fjórðung á sama tíma,“ segir í Fjár­mála­stöðug­leika.

Í lok ágúst til­kynnti banda­ríska fé­lagið John Bean Technologies Cor­por­ation (JBT) um fram­lengingu yfir­töku­til­boðs í Marel en upp­haf­lega stóð til að kynna niður­stöðuna í septem­ber.

Hlut­hafar Marel geta valið um að fá al­farið greitt í reiðu­fé, blöndu af reiðu­fé og bréfum í sam­einuðu fé­lagi eða ein­göngu í hluta­fé.

Greiðsla í reiðu­fé til hlut­hafa getur hins vegar að há­marki orðið 950 milljónir evra.

Seðla­bankinn segir að gangi við­skiptin eftir gæti á­hrifa þeirra gætt á gjald­eyris­markaði þar sem fé­lagið er í meiri­hluta­eigu inn­lendra aðila.