Bene­dikt Egill Árna­son, lög­maður, eig­andi og fram­kvæmda­stjóri LOGOS, segir að­spurður gervi­greindina vera eitt heitasta um­ræðu­efnið meðal lög­manna í dag.

„Við erum að inn­leiða nýja gervi­greindar­lausn sem mun gera okkur kleift að nota hana innan okkar eld­veggja. Er­lendis eru lög­manns­stofur að banna starfs­mönnum sínum að nota gervi­greindina sem er utan eld­veggja þeirra,“ segir Bene­dikt sem hefur sótt þó­nokkrar ráð­stefnur í tengslum við lög­fræði og gervi­greind á síðustu árum.

„Það er talað um að þetta muni breyta skipu­lagi lög­manns­stofa. Þetta pýramída­fyrir­komu­lag sem hefur verið við lýði, það er sagt að það muni breytast veru­lega með þessu.“

Bene­dikt Egill Árna­son, lög­maður, eig­andi og fram­kvæmda­stjóri LOGOS, segir að­spurður gervi­greindina vera eitt heitasta um­ræðu­efnið meðal lög­manna í dag.

„Við erum að inn­leiða nýja gervi­greindar­lausn sem mun gera okkur kleift að nota hana innan okkar eld­veggja. Er­lendis eru lög­manns­stofur að banna starfs­mönnum sínum að nota gervi­greindina sem er utan eld­veggja þeirra,“ segir Bene­dikt sem hefur sótt þó­nokkrar ráð­stefnur í tengslum við lög­fræði og gervi­greind á síðustu árum.

„Það er talað um að þetta muni breyta skipu­lagi lög­manns­stofa. Þetta pýramída­fyrir­komu­lag sem hefur verið við lýði, það er sagt að það muni breytast veru­lega með þessu.“

Bene­dikt segir ljóst að gervi­greind muni hafa á­hrif á öll svið lög­fræðinnar en fagnar um leið tækni­breytingum í greininni.

„Svo sjáum við líka núna spennandi fyrir­tæki eins og Justikal,“ segir Bene­dikt en LOGOS inn­leiddi lausn hug­búnaðar­fyrir­tækisins Justikal í fyrra sem gerir stofunni kleift að senda öll gögn til héraðs­dóms­tóla á raf­rænu formi.

„Það er alveg ó­trú­lega ó­skil­virkt að senda lög­menn í fyrir­tökur hjá dóm­stólum til þess eins að bóka frest,“ segir Bene­dikt.

Spurður um hvernig hann sjái fyrir sér vöxt LOGOS á næstu árum segir hann mörg sóknar­færi fyrir stofuna þrátt fyrir stærð hennar.

„Ég held að sóknar­færin séu mest inn á við. Það er að bæta okkar skil­virkni og sér­stak­lega að mæta tækni­nýjungum með opnum örmum. En vöxtur fyrir ís­lenskar stofur og sér­stak­lega hjá okkur er erfiður í ljósi þess að við byggjum á litlum lög­fræði­markaði þar sem það er al­gengt að það séu hags­muna­á­rekstrar. Ef maður ætlar að reyna að fara sækja enn meiri markaðs­hlut­deild verður það alltaf manni fjötur um fót,“ segir Bene­dikt.

Aukinn á­hugi á Ís­landi

Bene­dikt segir lög­manns­stofuna finna fyrir auknum á­huga á Ís­landi er­lendis frá á sama tíma og minna sé um að Ís­lendingar sæki fram er­lendis. „Undan­farin ár hefur verið miklu meira um er­lenda aðila að leita að við­skipta­tæki­færum hér heima en inn­lenda aðila að leita út fyrir land­steinana,“ segir Bene­dikt.

„Við finnum alltaf fyrir á­huga er­lendis frá á Ís­landi. Undan­farin ár hefur verið mikill á­hugi á upp­byggingu á orku­frekum iðnaði, t. d. hefur verið mikill á­hugi á því að fram­leiða grænt vetni. Hins vegar er Ís­land nokkuð upp­selt um þessar mundir og það reynist erfitt að tryggja slíkum verk­efnum nægi­lega orku,“ bætir hann við.

Að­spurður segir Bene­dikt að lokum að fyrsti árs­fjórðungur þessa árs hafi gengið mjög vel.

Hann segist þó finna fyrir því í sam­tölum sínum við lög­menn er­lendis að menn telji að árið verði erfiðara en í fyrra þar sem verð­bólgu­spár eru enn háar er­lendis.

„En ég er nokkuð bjart­sýnn á árið. Það hjálpar þegar þú ert með „full service“ lög­manns­stofur að þegar einn þjónustu­þáttur minnkar þá eykst hann bara annars staðar,“ segir Bene­dikt að lokum.

Hagnaður af rekstri LOGOS lögmannstofu hátt í tvöfaldaðist á milli ára og nam 778 milljónum króna í fyrra samkvæmt ársreikningi.

Um sögulega afkomu er að ræða en LOGOS hefur um áratugaskeið verið stærsta lögmannsstofan á Íslandi þegar kemur að markaðshlutdeild og veltu. Veltan jókst þó um hátt í milljarð milli áranna 2022 og 2023 og hefur því sérstaða LOGOS á íslenskum markaði aukist töluvert.

Hægt er að lesa viðtal Viðskiptablaðsins við Benedikt í heild sinni hér.