Hagnaður af rekstri LOGOS lög­mann­stofu hátt í tvö­faldaðist á milli ára og nam 778 milljónum króna í fyrra sam­kvæmt árs­reikningi.

Um sögu­lega af­komu er að ræða en LOGOS hefur um ára­tuga­skeið verið stærsta lög­mann­stofan á Ís­landi þegar kemur að markaðs­hlut­deild og veltu. Veltan jókst þó um hátt í milljarð milli áranna 2022 og 2023 og hefur því sér­staða LOGOS á ís­lenskum markaði aukist tölu­vert.

Bene­dikt Egill Árna­son, lög­maður, með­eig­andi og fram­kvæmda­stjóri LOGOS, segir að þrátt fyrir stór verk­efni hjá stofunni í fyrra fór ekkert eitt verk­efni sem unnið var að á stofunni yfir 5% af heildar­veltunni.

„Í fyrra var mjög mikið um að vera í við­skipta­lífinu og leiddi það til fleiri verk­efna sem aðilar í við­skipta­lífinu leituðu með til okkar. Veltan 2023 nam tæpum þremur milljörðum króna og hækkaði um 34% frá fyrra ári og leiddi það til veru­legrar bættrar rekstrar­af­komu, eða hækkun EBITDA um 85%, þrátt fyrir að rekstrar­gjöld hafi hækkað um rúm 10%,“ segir Bene­dikt.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði