Facebook og Instagram eru að setja á fót áskriftarkerfi víðast hvar í Evrópu sem tryggir áskrifendum að engar auglýsingar birtast á reikningum þeirra.
Notendum gefst kostur á að greiða 9,99 evrur á mánuði fyrir að sleppa við auglýsingar. Í janúar var Meta, móðurfélag samfélagsmiðlanna, sektað um 390 milljónir evra fyrir brot gegn lögum Evrópusambandsins vegna vinnslu persónusniðinna auglýsinga í Evrópu.
Áskriftarmöguleikinn mun standa neytendum í ríkjum Evrópusambandsins, evrópska efnahagssvæðisins og Sviss til boða frá því og með nóvember.
Fyrst um sinn mun þjónustan þó aðeins standa til boða fyrir 18 ára og eldri, meðan Meta kannar hvernig það getur matað ungt fólk af auglýsingum á samfélagsmiðlum sínum án þess að fara á svig við lög.