Google hefur verið sakað um að nýta sér markaðsyfirráð til að gera það erfiðara fyrir notendur að leita að þjónustu samkeppnisaðila. Tölvupóstaforritið Tuta Mail, sem er með tíu milljónir notenda, segist hafa lækkað verulega í leitarniðurstöðum.

Fyrirtækið hefur lagt fram kvörtun til ESB þar sem það segir að Google nýti sér tölvupóstaþjónustu Gmail til að skemma fyrir Tuta Mail.

Google neitar öllum ásökunum og fullyrðir að Tuta sé auðveldlega aðgengilegt í gegnum leitarvél sína. Tuta segir aftur á móti að röðun þess á leitarsíðunni hafi byrjað að hríðfalla í mars 2024 þegar leitað var að orðum eins og „dulkóðaðir tölvupóstar“.

Tuta segir að mánaðarlega heimsóknir á heimasíðu fyrirtækisins hafi lækkað um tæp 90% síðan þá. Það segir að Tuta Mail birtist aðeins á Google ef nafn fyrirtækisins er slegið inn.

„Google verður að stöðva þessa ósanngjörnu takmörkun og sýna vefsíðu okkar í leitarniðurstöðum strax,“ segir Matthias Pfau, annar stofnandi Tuta Mail.

Samkvæmt talsmanni Google er Tuta hins vegar ofar Gmail þegar kemur að ýmsum tölvupóstatengdum leitum, þar á meðal þær leitir sem nefna það ekki sem vörumerki og þegar vísað er til þjónustunnar í gegnum bloggsíður.