Arð­greiðslu­sjóður Stefnis greiddi í dag út arð til 774 sjóð­fé­laga sjóðsins og nam arð­greiðslu­hlut­fall 4,1 kr. á hlut eða 4,8% af heildar­stærð sjóðsins. Þetta er kemur fram í tilkynningu til sjóðfélaga á vef Stefnis.

Í fyrra greiddi sjóðurinn út 23,5% af heildar­stærð sjóðsins í arð til sjóðs­fé­laga en það háa hlut­fall mátti rekja til þess að Orgio seldi Tempo og Síminn seldi Mílu en af­rakstur af sölunum tveimur var greiddur til hlut­hafa.

Arð­greiðslu­sjóður Stefnis greiddi í dag út arð til 774 sjóð­fé­laga sjóðsins og nam arð­greiðslu­hlut­fall 4,1 kr. á hlut eða 4,8% af heildar­stærð sjóðsins. Þetta er kemur fram í tilkynningu til sjóðfélaga á vef Stefnis.

Í fyrra greiddi sjóðurinn út 23,5% af heildar­stærð sjóðsins í arð til sjóðs­fé­laga en það háa hlut­fall mátti rekja til þess að Orgio seldi Tempo og Síminn seldi Mílu en af­rakstur af sölunum tveimur var greiddur til hlut­hafa.

Sjóðurinn er sá eini sinnar tegundar hér á landi sem greiðir upp­safnaðar arð­greiðslur til sjóð­fé­laga einu sinni á ári. Sjóðurinn sker sig úr frá hefð­bundnum hluta­bréfa­sjóðum þar sem arður er greiddur til hlut­deildar­skír­teinis­hafa.

Fé­lögin sem sjóðurinn á í ráð­stafa af­komu sinni að ein­hverju leyti með greiðslu til hlut­hafa í formi arð­greiðslna. Því fær sjóðurinn greiddan arð sem hann svo skilar til hlut­deildar­skír­teinis­hafa á hverju ári.

Sam­kvæmt heima­síðu Stefnis fjár­festir sjóðurinn í fé­lögum sem hafa sögu­lega greitt arð og/eða eru lík­leg til að greiða arð innan 12 mánaða.

Sjóðurinn tekur fyrst og fremst stöður í hluta­bréfum ís­lenskra hluta­fé­laga og hluta­fé­laga með starf­semi á Ís­landi, sem skráð eru í NAS­DAQ OMX Nor­dic Iceland, First North markaðnum, eða annarri viður­kenndri kaup­höll eða markaðs­torgi fjár­mála­gerninga.