Benchmark Genetics Iceland hf., áður Stofnfiskur hf., hagnaðist um 1,2 milljarða króna á síðasta rekstrarári. Jókst hagnaðurinn um 175 milljónir króna á milli ára. Tekjur félagsins námu 4,4 milljörðum króna og jukust um 600 milljónir milli ára.
Heildareignir námu 8,7 milljörðum í lok síðasta rekstrarárs, sem lauk í lok september, og jukust um 15% milli ára. Eigið fé nam 7,4 milljörðum og jókst um fimmtung á milli ára. Nam eiginfjárhlutfallið tæplega 85% í lok árs og hækkaði um fjögur prósentustig.
Í skýrslu stjórnar eru stjórnendur sagðir telja aðstæður fyrir laxeldi og sölu laxafurða hagfelldar um þessar mundir, og hafa í samræmi við það fjárfest í aukinni framleiðslugetu.
Benchmark Genetics Iceland ehf.
2020/21 |
---|
3,8 |
1,1 |
7,6 |
6,2 |
Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast hana hér.