Hluta­bréfa­verð enska knatt­spyrnu­fé­lagsins Manchester United hefur fallið um 12% í fram­virkum samningum fyrir lokuðum markaði í dag eftir að von­brigði fjár­festa um að Glazer-fjöl­skyldan ætli ekki að selja fé­lagið í heild sinni.

Sjeikinn Jassim Bin Hamad al-Thani dró kaup­til­boð sitt til baka um helgina þar sem ekki tókst að ná sam­komu­lagi um endan­legt verð­mat á fé­laginu.

Glazer-fjöl­skyldan mun þess í stað selja breska milljarða­mæringnum Jim Ratclif­fe fjórðungs­hlut í fé­laginu. Ratclif­fe kaupir 25% hlut í gegnum Kaup­höllina í New York en hlutum hans fylgir ekki at­kvæða­réttur, sam­kvæmt heimildum The Wall Street Journal.

Ratclif­fe er sagður vera borga vel yfir nafn­verði fyrir hlutina en nú­verandi hlut­hafar munu lík­legast ekki hagnast á sölunni þar sem þeir mega einungis losa tak­markaðan hluta af hlutum sínum í fé­laginu.

Fjár­festar sitja því eftir með sárt ennið ef hluta­bréf fé­lagsins lækka þegar kaupin ganga í gegn.

Á­ætlað er að hluta­bréf Man Utd. Hluturinn opni í rúmum 17 dölum í Kaup­höllinni á eftir.

Hluta­bréf knatt­spyrnu­fé­lagsins hafa lækkað um rúm 12% á árinu og stóðu hæst í 26,8 dölum í febrúar.