Hlutabréfaverð enska knattspyrnufélagsins Manchester United hefur fallið um 12% í framvirkum samningum fyrir lokuðum markaði í dag eftir að vonbrigði fjárfesta um að Glazer-fjölskyldan ætli ekki að selja félagið í heild sinni.
Sjeikinn Jassim Bin Hamad al-Thani dró kauptilboð sitt til baka um helgina þar sem ekki tókst að ná samkomulagi um endanlegt verðmat á félaginu.
Glazer-fjölskyldan mun þess í stað selja breska milljarðamæringnum Jim Ratcliffe fjórðungshlut í félaginu. Ratcliffe kaupir 25% hlut í gegnum Kauphöllina í New York en hlutum hans fylgir ekki atkvæðaréttur, samkvæmt heimildum The Wall Street Journal.
Ratcliffe er sagður vera borga vel yfir nafnverði fyrir hlutina en núverandi hluthafar munu líklegast ekki hagnast á sölunni þar sem þeir mega einungis losa takmarkaðan hluta af hlutum sínum í félaginu.
Fjárfestar sitja því eftir með sárt ennið ef hlutabréf félagsins lækka þegar kaupin ganga í gegn.
Áætlað er að hlutabréf Man Utd. Hluturinn opni í rúmum 17 dölum í Kauphöllinni á eftir.
Hlutabréf knattspyrnufélagsins hafa lækkað um rúm 12% á árinu og stóðu hæst í 26,8 dölum í febrúar.