Straumlind beindi erindi til raforkueftirlits Orkustofnunar nýverið og óskuðu eftir því að eftirlitið kannaði hvað tefji Veitur, RARIK, Norðurorku og Orkubú Vestfjarða við að senda tímamæld gögn úr snjallmælum til miðlægs gagnagrunns Netorku. Innleiðing snjallmæla, í stað álesinna mæla sem senda álestur minnst árlega, spilar þar lykilhlutverk.

Í fréttatilkynningu um málið var vísað til þess að í september 2021 hafi Netorka, HS Veitur og Veitur lýst yfir vilja til að vinna með Straumlind að framgangi tímamælinga hjá almennum notendum.

Straumlind byrjaði síðan í júlí 2022 að bjóða viðskiptavinum á dreifisvæði HS Veitna upp á afslátt af rafmagni á nóttunni í gegnum verkefnið Ódýrara rafmagn á nóttunni en í dag er um að ræða 34% afslátt milli 02:00-06:00. Til að mynda hentar sá tími fyrir hleðslu rafbíla.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði