© Aðsend mynd (AÐSEND)
Samkvæmt tilkynningu í kauphöllinni er um að ræða uppgjör á framvirkum samningi sem gerður var áður en Jakob Valgeir varð fruminnherji í félaginu. Bréfin voru keypt á genginu 8,67 krónur, en gengi bréfa félagsins við lokun markaða í dag nam 9,80 krónur, eftir 0,51% hækkun í 6 milljóna króna skráðum viðskiptum.
Verðmæti bréfanna miðað við það gengi nemur því 65,9 milljónum króna, svo ef hann seldi bréfin fyrir þetta verð næmi hagnaðurinn af þeim tæplega 7,5 milljónum króna.
Í heildina á Jakob Valgeir, í gegnum sjávarútvegsfyrirtækið Fiskvinnslu Jakobs Valgeirs ehf. í Bolungarvík, tæplega 269 milljón hluti í ISI. Miðað við lokagengi dagsins er andvirði þeirra ríflega 2,6 milljarðar króna.