Jón Bjarnason, fyrrverandi landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, hafði ítrekað samband við Arion banka þegar unnið var að sölu á tveimur svínabúum á Kjalarnesi og reyndi með beinum hætti að koma í veg fyrir að bankinn seldi búin tvö til Stjörnugríss.
Jón segir í samtali við Viðskiptablaðið að eðlilegt hafi verið að ráðuneytið reyndi að hafa áhrif á söluna.
„Þú verður að athuga að þetta kemur ekki til af engu. Vinnuhópur á vegum ráðuneytisins hafði unnið ítarlega skýrslu um svínabúskap og þar kom meðal annars fram að gjaldþrot í greininni væru algeng, bankar væru oft og iðulega með svínabú á sínum höndum sem þeir héldu í rekstri og því væri offramleiðsla á svínakjöti á Íslandi,“ segir hann.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.