Kauphöllin í London hefur endurheimt stöðu sína sem verðmætasta kauphöllin í Evrópu í fyrsta sinn í tvö ár samkvæmt fréttamiðlinum BBC. London Stock Exchange var stærsti hlutabréfamarkaður í Evrópu í mörg ár þar til Frakkarnir tóku titilinn árið 2022.

Heildarverðmæti skráðra fyrirtækja á LSE í London námu 3,18 billjónum dala í gær og situr París nú eftir í öðru sæti með verðmæti upp á 3,13 billjónir dala.

Kauphöllin í London hefur endurheimt stöðu sína sem verðmætasta kauphöllin í Evrópu í fyrsta sinn í tvö ár samkvæmt fréttamiðlinum BBC. London Stock Exchange var stærsti hlutabréfamarkaður í Evrópu í mörg ár þar til Frakkarnir tóku titilinn árið 2022.

Heildarverðmæti skráðra fyrirtækja á LSE í London námu 3,18 billjónum dala í gær og situr París nú eftir í öðru sæti með verðmæti upp á 3,13 billjónir dala.

Að sögn sérfræðinga voru það slæm fjárhagsáætlun fyrrum forsætisráðherra Bretlands, Liz Truss, veikur gjaldmiðill og ótti við Brexit sem varð til þess að París tók fram úr London á sínum tíma.

Jeremy Hunt, fjármálaráðherra Bretlands, sagði í síðasta mánuði í samtali við WSJ að hann teldi fólk gera of mikið úr falli hlutabréfamarkaðarins í London. „Við erum vissulega með áskoranir og við erum að takast á við þær.“

Ein áskorun hefur verið að laða fjárfesta og fyrirtæki sem gætu verið spenntari fyrir því að skrá sig í Bandaríkjunum frekar en í Bretlandi. Þetta hefur keyrt upp verðmæti bandarískra hlutabréfa sem síðan hvetur enn fleiri fyrirtæki til að skrá sig þar. Sem dæmi hefur S&P All-Share vísitalan hækkað um 85% á síðustu fimm árum.

Bresk hlutabréf eru þó mun ódýrari en bandarísk hlutabréf og segir Russ Mold, fjárfestingastjóri AJ Bell, að gæti verið að fjárfestar séu að ofmeta bandarísk fyrirtæki og vanmeta þau bresku.

Hann segir að helstu kauphallir Bandaríkjanna væru mjög háðar örfáum hátt metnum tæknifyrirtækjum á borð við Google, Apple og Amazon og telur að slíkt sé ekki sjálfbært þegar til lengri tíma er litið.