Gengi íslensku krónunnar hefur veikst nokkuð það sem af er degi gagnvart helstu viðskiptagjaldmiðlum.
Sölugengi evru hjá Landsbanka nemur 152,56 krónum og Bandaríkjadal 140,86 krónur. Um mánaðarmót nam sölugengi gjaldmiðlanna 150,35 krónum og 136,25 krónum.
Krónan hefur veikst gagnvart öllum gjaldmiðlum nema Suður-Afrísku randi, þar sem hún hefur styrkst um 0,26% og norskri krónu þar sem sú íslenska hefur styrkst um 0,13%.
Miðað við sölugengi hjá Landsbanka síðustu áramót er gengi krónunnar næstum óbreytt. Þá kostaði evra 152 krónur og Bandaríkjadalur 142,51 krónu.