© Aðsend mynd (AÐSEND)
Vatn hefur lekið inn á ganga Landspítalans í kjölfar óveðurs í nótt. Starfsmenn spítalans hafa brugðið á það ráð að setja fötur undir lekann.
Alþingismaðurinn Jón Gunnarsson vakti athygli á lekanum á fésbókarsíðu síðu sinni í morgun og birti mynd af ganginum. Hann segir ástandið algjörlega óviðunandi.
Lekinn kemur frá þaki hússins. Þakið er steypt og dúkurinn upprunalegur frá byggingu rýmisins, að því er fram kemur á vef mbl.is. Reynt hafi verið að þétta þakið á síðustu árum án árangurs.
Ingólfur Þórisson, yfirmaður eigna á Landspítalanum, segir í samtali við mbl.is að ítrekað hafi rigningarvatn lekið í gegn á gang spítalans. Hann segir að það kosti um 40 milljónir að skipta um dúk og því hafi ekki verið til fjármagn í að ráðast í það verkefni.