Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,8% í síðasta mánuði. Vísitalan hækkaði um um 2,7% síðastliðnu þrjá mánuði og 8,8% á síðustu tólf mánuði. Til samanburðar mældist árshækkun vísitölunnar 9,3% í maí. Þjóðskrá birti nýjar tölur fyrir leigumarkaðinn í dag.

Sjá einnig: Íbúðaverð hækkað um 25% á einu ári

Til samanburðar þá hækkaði vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu um 2,2% í júní og hefur nú hækkað um 25% á einu ári.