Samkomulag milli Marels og John Bean Technologies (JBT) var undirritað í byrjun apríl um helstu skilmála fyrirhugaðs yfirtökutilboðs sem það síðarnefnda hyggst gera í allt útistandandi hlutafé Marels í lok mánaðar.

Hluthafar Marels hafa sveigjanleika í vali á samsetningu endurgjalds. Val um samsetningu endurgjalds takmarkast af því að vegið meðaltal fulls endurgjalds JBT fyrir allt hlutafé í Marel verði 65% í formi afhentra hlutabréfa í JBT og um 35% í formi reiðufjár

Samkomulag milli Marels og John Bean Technologies (JBT) var undirritað í byrjun apríl um helstu skilmála fyrirhugaðs yfirtökutilboðs sem það síðarnefnda hyggst gera í allt útistandandi hlutafé Marels í lok mánaðar.

Hluthafar Marels hafa sveigjanleika í vali á samsetningu endurgjalds. Val um samsetningu endurgjalds takmarkast af því að vegið meðaltal fulls endurgjalds JBT fyrir allt hlutafé í Marel verði 65% í formi afhentra hlutabréfa í JBT og um 35% í formi reiðufjár

Með tilliti til áhrifa af samsetningu endurgjalds myndi hlutfallsleg skipting eftir viðskipti leiða til þess að hluthafar fengju greiddar um 950 milljónir evra og eignast um 38% hlutafjár sameinaðs félags. Hlutfallsleg skipting eftir viðskipti byggir á forsendu um að virði á einum hlut í  JBT sé 96,25 dollarar.

Hluthafar fá greitt í evrum og er miðað við að gengi dals gagnvart evru sé 1.08, sem var gengið þegar tilboðið var lagt fram. Þetta gæti þó breyst þegar viðskiptin verða gerð upp í lok árs. Valmöguleikarnir eru því núna sem stendur:

  • 3,6 evrur í reiðufé – sem samsvarar tæplega 544 krónum á gengi krónu og evru í gær.
  • 0,0265 hlutir í JBT og 1,26 evrur í reiðufé sem endar í 3,61 evru sem er 545 krónur á gengi gærdagsins.
  • 0,0407 hlutir í JBT sem er að andvirði 3,6 evrur m.v. gengið í viðskiptunum og 544 krónur miðað við gengi krónu og evru í gær.

Eins og Viðskiptablaðið hefur greint frá þá hafa íslenskir lífeyrissjóðir sem eiga í Marel sagðir vera ragir við það að eiga í einstökum félögum á erlendum mörkuðum.

Aðspurður segir Árni Sigurðsson forstjóri Marels að allir hluthafar verði að meta endanlegt tilboð á eigin forsendum.

„Stjórnin hefur verið að tryggja að það sé verið að taka rétt skref í þessu ferli og að góð rök séu fyrir sameiningu félaganna fyrir hluthafa Marel og aðra hagaðila. Lífeyrissjóðirnir eru að skoða sín mál og meta þetta,“ segir Árni.

Hann segir jafnframt að von er á frekari upplýsingum þegar JBT skilar inn svokölluðu S-4 skjali til verðbréfaeftirlits Bandaríkjanna.

„Eins og ég upplifi þetta eru lífeyrissjóðirnir að vanda til verka og meta hvað sé skynsamlegast í samræmi við góða stjórnarhætti. Ekki bara frá verðsjónarmiðum heldur hef ég líka fengið það á tilfinninguna að þeir séu að skoða hvaða áhrif þetta muni hafa á starfsemi félagsins, starfsfólk, menninguna og annað, eins og íslenskan hlutabréfamarkað.“

Gert er ráð fyrir að viðskiptin verði frágengin fyrir árslok 2024, að gefnu samþykki frá viðeigandi eftirlitsaðilum, samþykki hluthafa Marels og samþykki hluthafa JBT.

Hægt er að lesa lengri lengri útgáfu af þessari frétt í Viðskiptablaðinu sem kom út á miðvikudaginn. Áskrifendur geta lesið viðtalið hér.