Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í dag sérstakar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að lækka höfuðstól verðtryggðra húnsæðislána ásamt Sigmundi Davíði Gunnlaugssyni forsætisráðherra.
Spurður að því hvort fjárhæðinni til aðgerðanna hefði mátt nýta með betri hætti segir Bjarni að það sé mikil einföldun á umræðunni. Sjálfstæðisflokknum var falið að taka á skuldavanda heimilanna og með henni hafi tekist að efna það loforð en á sama tíma lækka skuldir ríkissjóðs.
Þá segir hann að honum sé illa við að tala um hvers konar fordæmi skapist vegna aðgerðanna vegna þess hversu sérstakar þær eru. Þær taki á sérstökum vanda með almennri aðgerð og eru lokahnykkurinn á því að gera upp efnahagshrunið.
VB Sjónvarp ræddi við Bjarna.