Sá sem birti falsaða afsökunarbeiðni fyrir hönd Samherja á breskri vefsíðu í nafni fyrirtækisins og í fréttatilkynningu virðist hafa stigið fram og kveðst vera íslenskur listamaður. Viðkomandi segist vilja biðja namibísku þjóðina afsökunar í nafni þeirrar íslensku í heild.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var frá bresku léni Samherja nú fyrir skemmstu, því sama og afsökunarbeiðnin falska var meðal annars birt á í síðustu viku.

„Við stöndum saman í fordæmingu okkar á því arðráni sem átt hefur sér stað.“ Svo hefst yfirlýsing sem höfundurinn meinti gefur út í nafni allra Íslendinga í hinni nýsendu tilkynningu eftir að hafa lýst yfir ábyrgð á birtingunni í síðustu viku, sem upphaflega var greint frá í erlendum fjölmiðlum um allan heim sem yfirlýsingu frá útgerðarfyrirtækinu sjálfu.