Einn farþegi lést og að minnsta kosti 30 slösuðust um borð í flugi Singapore Airlines á leið frá London til Singapúr í dag. Flugvélin er af gerðinni Boeing 777-300ER en hún mun hafa lent í mikilli ókyrrð á leið á áfangastað.

Um borð í flugvélinni voru 211 farþegar og 18 manna áhöfn sem tóku á loft frá Heathrow á mánudagskvöld á leið til Singapúr en þurfti að nauðlenda í Taílandi eftir uppákomuna.

Að sögn WSJ er flugfélagið að vinna náið með taílenskum yfirvöldum til að veita farþegum viðeigandi læknisaðstoð.

Ókyrrð er vissulega algeng í flugferðum og er oftast hættulaus. Örstaka sinnum geta þó komið slys en gögn frá bandaríska samgönguráðuneytinu sýna að frá árunum 2009 til 2022 hafi 163 farþegar slasast vegna ókyrrðar.

Af þeim slösuðum voru 129 áhafnarmeðlimir en þeir eru líklegri til að slasast þar sem þeir eru gjarnan gangandi um flugvélina stóran hluta ferðarinnar.