Pavlos Geroulanos, menningarmálaráðherra í ríkisstjórn Lucasar Papademos, forsætisráðherra Grikklands, sagði af sér í dag eftir að vopnaðir menn rændu um 60 forminja á safni í Aþenu, höfuðborg landsins. AP-fréttastofan segir ekki liggja fyrir hvort Papademos hafi veitt ráðherranum lausn frá embætti.
Samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar bundu ræningjarnir öryggisvörð safnsins áður en þeir létu greipar sópa um sýningasali safnsins.
Í maí næstkomandi á að halda sýningu á safninu í tilefni af því að Ólympíuleikunum sem haldnir verða í London. Tendra á Ólympíueldinn á safninu og senda hann utan.
Þetta er annað forngriparánið í Grikklandi á jafn mörgum mánauðum. Í síðasta mánuði var listaverkum frá meisturum á borð við Pablo Picasso og Piet Mondrian rænt af Þjóðlistasafni Grikkja í Aþenu. Enginn hefur verið handtekinn, að sögn AP-fréttastofunnar.