Fermetraverð á sumarhúsum hér á landi hækkaði um 42% á síðasta ári og var þetta nærri því tvöfalt meiri hækkun en í fyrra metinu árið 2007. Hækkunin í fyrra var tvöfalt meiri en hækkun á verði íbúðahúsnæðis á síðasta ári sem var 21%. Þessa miklu hækkun má rekja til heimsfaraldursins og lágra vaxta en heimsfaraldurinn færði eftirspurn eftir ferðalögum inn í landið.
Verðþróunin fylgist að við íbúðarhúsnæði
Verðþróun á sumarhúsum hefur haft mikla jákvæða fylgni við verðþróun á íbúðarhúsnæði á landinu í gegnum tíðina. Ef verðþróun hefur verið jákvæð á íbúðarhúsnæði hefur hún einnig verið jákvæð á sumarhúsum. Að sama skapi hafa fylgst að neikvæð þróun á íbúðarhúsnæði og sumarhúsum.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út á miðvikudaginn síðastliðinn. Sjá umfjöllunin í heild hér.