Minecraft, einn vinsælasti tölvuleikur heims, hefur nú selst í meira en 300 milljón eintökum á heimsvísu en tölvuleikjaframleiðandinn Mojang Studios greindi frá áfanganum um síðustu helgi.

Til samanburðar hefur næst söluhæsti leikurinn, Grand Theft Auto V, selst í um 185 milljón eintökum.

Leikurinn hefur þá reynst vinsæll til áhorfs en Google áætlar að meira en billjón (þúsund milljarðar) manns hafi horft á YouTube myndbönd tengd leiknum.

Minecraft kom út árið 2011 en Microsoft keypti leikinn árið 2014 fyrir 2,5 milljarða dali.

Fréttin birtist í Viðskiptablaðinu, sem kom út á miðvikudag. Áskrifendur geta lesið blaðið í heild hér.