Starfsmenn Amaroq fögnuðu fyrsta degi fyrirtækisins á aðalmarkaði Nasdaq á Kalda Bar í gærkvöldi. Fyrirtækið var skráð á aðalmarkað eftir minna en ár á First-North markaðnum.

© Helgi Steinar (Viðskiptablaðið)
© Helgi Steinar (Viðskiptablaðið)

Hlutabréf fyrirtækisins lækkuðu hins vegar fyrsta daginn um 1,49% en starfsmenn létu það ekki á sig hafa og fögnuðu merkum áfanga. Að sögn starfsmanna er framtíðin björt fyrir fyrirtækið.

© Helgi Steinar (Viðskiptablaðið)
© Helgi Steinar (Viðskiptablaðið)

Amaroq, sem heldur á víð­tækum rann­sóknar- og vinnslu­heimildum á Grænlandi, var stofnað árið 2017 með megináherslu á að finna gull og aðra verðmæta málma á Suður-Grænlandi, rannsaka og þróa þau svæði þar sem málma er að finna og vinna þessa málma úr jörðu.

© Helgi Steinar (Viðskiptablaðið)
© Helgi Steinar (Viðskiptablaðið)
© Helgi Steinar (Viðskiptablaðið)