Bandaríski bílaframleiðandinn Nikola hefur ákveðið að innkalla 209 rafknúna vörubíla eftir eldsvoða í einum af vörubílunum þeirra. Rannsókn leiddi í ljós að galli í rafgeyma bílsins hafi verið orsökin af eldsvoðanum.

Nikola framleiðir þunga rafknúna vörubíla og var fyrsta fyrirtækið til að selja tvinnbíla sem gengu fyrir bæði rafmagni og metangasi.

Fyrirtækið sagði rétt fyrir helgi að einn af íhlutum rafgeymana hefði líklega valdið leka í kælivökva í einum af vörubílunum. Rafhlaðan hafði þá ofhitnað sem varð til þess að það kviknaði í bílnum. Vörubíllinn sat þá á bílaplani við höfuðstöðvar fyrirtækisins í Phoenix í Arizona-fylki þann 23. júní þegar hann varð alelda.

Ökutækin sem verið er að innkalla eru rúmlega 60% af öllum rafknúnum vörubílum sem fyrirtækið hefur framleitt undanfarið ár. Nikola hefur þegar sett í samband við umferðaröryggisstofnun Bandaríkjanna og stöðvað sölu á öllum nýjum bílum.

Megináhersla Nikola frá árinu 2015 hefur verið framleiðsla á vetnisbílum en fór svo fyrirtækið að færa sig meira yfir í framleiðslu á rafbílum. Eftirspurnin eftir rafbílum fyrirtækisins hefur hins vegar verið lítil og hefur fyrirtækið verið í erfiðleikum við að afla nægilegs fjár til að viðhalda rekstri undanfarna mánuði.

Bandaríski bílaframleiðandinn Nikola hefur ákveðið að innkalla 209 rafknúna vörubíla eftir eldsvoða í einum af vörubílunum þeirra. Rannsókn leiddi í ljós að galli í rafgeyma bílsins hafi verið orsökin af eldsvoðanum.

Nikola framleiðir þunga rafknúna vörubíla og var fyrsta fyrirtækið til að selja tvinnbíla sem gengu fyrir bæði rafmagni og metangasi.

Fyrirtækið sagði rétt fyrir helgi að einn af íhlutum rafgeymana hefði líklega valdið leka í kælivökva í einum af vörubílunum. Rafhlaðan hafði þá ofhitnað sem varð til þess að það kviknaði í bílnum. Vörubíllinn sat þá á bílaplani við höfuðstöðvar fyrirtækisins í Phoenix í Arizona-fylki þann 23. júní þegar hann varð alelda.

Ökutækin sem verið er að innkalla eru rúmlega 60% af öllum rafknúnum vörubílum sem fyrirtækið hefur framleitt undanfarið ár. Nikola hefur þegar sett í samband við umferðaröryggisstofnun Bandaríkjanna og stöðvað sölu á öllum nýjum bílum.

Megináhersla Nikola frá árinu 2015 hefur verið framleiðsla á vetnisbílum en fór svo fyrirtækið að færa sig meira yfir í framleiðslu á rafbílum. Eftirspurnin eftir rafbílum fyrirtækisins hefur hins vegar verið lítil og hefur fyrirtækið verið í erfiðleikum við að afla nægilegs fjár til að viðhalda rekstri undanfarna mánuði.