„Þetta var hugmynd sem við höfðum haft í kollinum í smá tíma. Ég er lyfjafræðingur og Vignir er viðskiptafræðingur og við höfum bæði áhuga á rekstri. Svo fór þetta virkilega af stað þegar við vorum í fæðingarorlofi með dóttur okkar, sem fæddist á gamlársdag 2022,“ segir Hlíf Hauksdóttir, meðstofnandi og eigandi Apótek NOR.
Apótekið nýja verður staðsett við hlið Bónus og Dominos í Norðlingaholti og en húsnæðið er í eigu Haga. Hlíf segir að samstarfið við Haga hafi verið mjög gott þar sem um nýtt húsnæði er að ræða og apótekið því sett upp í samræmi við þeirra hugmyndir.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði