Ör­flögu­fram­leiðandinn Nvidia Corp varð í gær sjöunda banda­ríska fyrir­tækið til að rjúfa 1.000 milljarða dala markaðs­virðis­múrinn.

Fé­lagið bættist þar í hóp Meta (móður­fé­lag Face­book) App­le, Alp­habet (móður­fé­lag Goog­le), Micros­oft og Amazon sem þegar hafa rofið múrinn.

Hluta­bréfa­verð Nvidia hefur hækkað um 181% á árinu eftir að Jen­sen Huang forstjóri til­kynnti um nýja gervi­greind sem væri að fara gjör­bylta tölvu­vinnslu.

Fyrir­tækið hefur áður farið yfir 1.000 milljarða dala múrinn en að­eins um stund og aldrei verið þar við lokun markaðar.

Dagsloka­gengið var í 410.22 dalir á hlut, eftir 3,9% hækkun í gær, og dugði það til að koma fyrir­tækinu yfir múrinn.

Jen­sen Huang stofnaði Nvidia árið 1993 á Denn­ys veitinga­staðnum með tveimur vinum sínum.