Heimsmarkaðsverð á olíu hefur mjakast upp á við í dag eftir en von er á OPEC+ ríkin komi saman síðar í vikunni. Fundur ríkjanna átti að eiga sér stað um helgina en var frestað á síðustu stundu.
Hráolía Vestur-Texas hefur hækkað um 0,9% og stendur tunnan í 75,5 dölum um þessar mundir samkvæmtThe Wall Street Journal. Brent hráolía hefur hækkað um 0,7% og stendur tunnan í 80,6 dölum.
Samkvæmt heimildum WSJ var óeining meðal olíuríkja um að halda áfram framleiðsluskerðingum til að halda olíuverði háu en ríki eins og Sádi-Arabía og Rússland hafa stórgrætt á skerðingunum.
Olíuverð hefur hins vegar lækkað síðastliðna mánuði en áhyggjur fjárfesta um versnandi efnahagsástand og þar af leiðandi minni eftirspurn eftir olíu hefur þar áhrif.