Úkraínu­menn hafa verið að gera dróna­árasir á olíu­hreinsunar­stöðvar í Rúss­landi í von um að hægja á fjár­mögnun stríðs­reksturs Rússa í Úkraínu.

Fregnir af á­rásunum hafa ýtt heims­markaðs­verði á olíu upp en tunnan af Brent hrá­olíu hefur hækkað um rúm 2% í gær og 1% í morgun og stendur í 84 dölum.

Úkraínu­menn hafa verið að gera dróna­árasir á olíu­hreinsunar­stöðvar í Rúss­landi í von um að hægja á fjár­mögnun stríðs­reksturs Rússa í Úkraínu.

Fregnir af á­rásunum hafa ýtt heims­markaðs­verði á olíu upp en tunnan af Brent hrá­olíu hefur hækkað um rúm 2% í gær og 1% í morgun og stendur í 84 dölum.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal vörpuðu Úkraínu­menn sprengjum á olíu­hreinsunar­stöð suð­austur af Moskvu í aðfaranótt miðvikudags . Olíu­hreinsunar­stöðin er í eigu Ros­neft Oil sem er í fullri eigu rúss­neska ríkisins.

Ríkis­stjóri Rostov í Rúss­landi greinir einnig frá því að öryggis­kerfi Novos­hak­hinsk olíu­hreinsunar­stöðvarinnar hafi gert þrjá dróna ó­virka sem voru á leið að hreinsunar­stöðinni.

Úkraínu­menn hafa verið auka á­rásir sínar á rúss­neska inn­viði í von um að Rússar dragi úr stríðs­rekstri sínum innan þeirra landa­mæra.

Sam­kvæmt WSJ hafa margar á­rásir Úkraínu­manna verið lengst inn í landi fjarri landa­mærum landanna tveggja.