Íslandsbanki gaf í síðustu viku út skýrslu um íslenska orkumarkaðinn þar sem farið er ítarlega yfir þá virkjunarkosti sem í boði eru, stöðu einstakra virkjana, hvernig notkun er á þeirri orku sem þegar hefur verið virkjuð, aðstæður á fjármálamörkuðum m.t.t. virkjanaframkvæmda o.s.frv. Meðfylgjandi eru myndir frá fundinum.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka, var fundarstjóri á fundinum. Hann þekkir vel til þessa geira enda var hann forstjóri Landsvirkjunar í 11 ár. Hann laumaði inn skemmtilegum sögum frá þeim tíma, m.a. um manninn sem hélt að verið væri að taka rafmagnið úr vatninu með því að virkja ána.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Fundurinn var vel sóttur þó svo að hann hafi farið fram kl. 8.30 á föstudagsmorgni. Íslandsbanki bauð viðstöddum upp á orkudrykk ásamt morgunmat.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Júlíus Jónsson, forstjóri HS Orku, rýndi vel í skýrsluna á fundinum. Hann situr hér við hlið Kristínar Hrannar Guðmundsdóttur, viðskiptastjóra á fyrirtækjasviði Íslandsbanka.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Gunnar Guðni Tómasson, forstjóri HrV, Sigurður Arnalds, stjórnarmaður hjá mannviti og fyrrverandi forstöðumaður samskiptasviðs Landsvirkjunar, og Árni Magnússon, forstöðumaður hjá VÍB og fyrrverandi félagsmálaráðherra, hlustuðu af mikilli athygli.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Hjörtur Þór Steindórsson, viðskiptastjóri orkumála hjá Íslandsbanka, hafði yfirumsjón með gerð skýrslunnar og kynnti hana fyrir viðstöddum. Auk hans flutti Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri Eflu verkfræðistofu, erindi um tækifærin á íslenska orkumarkaðnum. Báðir sögðu þeir að mikil breyting hefði orðið í þekkingu landsmanna á orkumálum á síðustu árum og því væri mikilvægt að halda henni við með því að nýta þau tækifæri sem í boði eru hér á landi.