Verðbólgumæling bresku hagstofunnar í ágúst var lægri en greiningaraðilar höfðu spáð. Verðbólga mældist 9,9% en sérfræðingar höfðu spáð 10,2% verðbólgu. Verðbólgan lækkar milli mánaða en hðún mældist 10,1% í júlí.

Mestu máli skipti fyrir þróunina að eldsneytisverð lækkaði í BretlandiAftur á móti hélt matvöruverð áfram að hækka á milli mánaða.Kjarnaverðbólga - sem tekur ekki til orku- og matvælakostnaðar, hækkaði um 0,8% milli mánaða og mælist 6,3% á ársgrundvelli.