Sala á flugi til Verona og Fuerteventura fór í loftið hjá Play fyrr í dag. Viðskiptablaðið greindi frá því í síðustu viku að Icelandair hefði hafið sölu til Verona og það má því búast við samkeppni á milli félaganna um sölu ferðaþystra landsmanna í skíðaferðir næsta vetur. Fyrsta flug beggja félaga til Verona verður 20. desember og flug Play til Fuerteventura hefst þann sama dag.
Skíða- og sólarlandaferðirnar okkar að vetri til hafa lagst virkilega vel í Íslendinga. Það er frábært að geta stuðlað að lækkuðu verði með því að veita fólki úrval af möguleikum til að komast í sitt draumafrí og þessir tveir nýju áfangastaðir í leiðakerfinu munu svo sannarlega gefa tækifæri til þess. – Birgir Jónsson, forstjóri Play
Verona er sögufræg borg í Norður-Ítalíu, þekkt fyrir fallegan arkitektúr, tónlist og sem sögusvið skáldsagna William Shakespeare. Borgin er einnig heimkynni hinnar frægu Arena di Verona, hringleikahúss sem er enn starfrækt undir óperu, tónleika og aðra viðburði. Skíðasvæði Verona eru þó það sem dregur marga að sér á veturna.
Fuerteventura er á Kanaríeyjum, sem eru Íslendingum vel kunnugar fyrir fallegar strendur, þægilegt loftslag og góðar aðstæður til útivistar.