Reykjavíkurborg tilkynnti í gær um hún hafi fellt niður fyrirhuguð skuldabréfaútboð sem áttu að fara fram 15. nóvember og 6. desember samkvæmt útgáfuáætlun ársins.

Í tilkynningu borgarinnar segir að fjármögnun borgarinnar það sem af er ári nemur 20.923 milljónum króna en samþykkt fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 hafi gert ráð fyrir að borgarsjóður taki lán fyrir allt að 21.000 milljónir króna á árinu.

Reykjavíkurborg tilkynnti í gær um hún hafi fellt niður fyrirhuguð skuldabréfaútboð sem áttu að fara fram 15. nóvember og 6. desember samkvæmt útgáfuáætlun ársins.

Í tilkynningu borgarinnar segir að fjármögnun borgarinnar það sem af er ári nemur 20.923 milljónum króna en samþykkt fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 hafi gert ráð fyrir að borgarsjóður taki lán fyrir allt að 21.000 milljónir króna á árinu.

Borgin hætt við fjögur útboð í ár

Á útgáfuáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 voru ellefu útboð fyrirhuguð. Af þeim aflýsti borgin fjórum. Auk þess má nefna að borgin ákvað að hafna öllum tilboðum í flokkana RVK 53 og RVKN 35 í útboði sem fór fram 16. ágúst.

Auk fjármögnunar með útgáfu skuldabréfa fullnýtti borgin sex milljarða króna lánalínu hjá Íslandsbanka. Borgin hafði áður dregið á 6 milljarða lánalínu hjá Landsbankanum að fullu.

Eftirfarandi skuldabréfaútboð voru á útgáfuáætlun borgarinnar í ár:

Hyggjast sækja 4,5 milljörðum minna á næsta ári

Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 og fimm ára tímabilið til ársins 2028, sem var lögð fram í borgarstjórn í vikunni, er lagt til að borgarstjórn samþykki lántökur á árinu 2024 að fjárhæð 16,5 milljarðar króna. Það samsvarar 4,5 milljarða lækkun frá yfirstandandi ári.

Áformuð lántaka árið 2024 lækkar jafnframt frá fyrri fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árin 2023-2027 en í henni var gert ráð fyrir að borgin myndi sækja allt að 19 milljarða króna með lántöku á næsta ári.

Umrædd lántaka á að fjármagna áformaðar fjárfestingar á árinu 2024, fjármagna stofnframlög borgarinnar vegna byggingar og kaupa á almennum íbúðum og fjármagna stofnframlög til B-hluta fyrirtækja og hlutdeildarfélaga, að því er segir í greinargerð með frumvarpi fjárhagsáætlunarinnar.

Áætluð lántaka Reykjavíkurborgar á næstu fimm árum, samkvæmt frumvarpi til fjárhagsáætlunar.
Áætluð lántaka Reykjavíkurborgar á næstu fimm árum, samkvæmt frumvarpi til fjárhagsáætlunar.

„Á árunum 2021-2023 var A-hluti í talsverðum lántökum til samræmis við Græna planið. Á áætlunartímabilinu 2024 til 2028 er gert ráð fyrir lækkandi lántöku og að það dragi saman með afborgunum og nýjum lántökum.“

Áætluð skuldastaða A-hluta borgarinnar á tímabili fjárhagsáætlunar.

Umrædd tillaga miðast við að um 80% af fjárfestingum borgarinnar á næsta ári séu fjármagnaðar með langtímalánum. Gert er ráð fyrir að fjármögnun fjárfestinga fari aðallega í gegnum eftirtalda skuldabréfaflokka borgarsjóðs:

  • RVK 32 1 sem er millilangur verðtryggður skuldabréfaflokkur.
  • RVKN 35 1 sem er óverðtryggður millilangur skuldabréfaflokkur.
  • RVKNG 40 1 sem er óverðtryggður grænn skuldabréfaflokkur.
  • RVKG 48 1 sem er langur verðtryggður grænn skuldabréfaflokkur sem fjármagnar umhverfisvæn verkefni.
  • RVK 53 1 sem er langur verðtryggður skuldabréfaflokkur.

„Jafnframt kemur til álita að fjármögnun ársins verði með útgáfum á nýjum löngum eða styttri skuldabréfaflokkum, beinni lántöku eða með öðrum hætti með hliðsjón af markaðsaðstæðum.”