Ekkert verður úr samstarfi bandarísks rafbílaframleiðandans Rivian og Mercedes-Benz eftir að Rivian sagðist villja einbeita sér að núverandi viðskiptasamningum.
Félögin tilkynntu í september síðastliðnum um samstarf á framleiðslu á stórum, hreinum rafknúnum sendibílum. Ætluðu félögin að draga úr þróunar- og framleiðslukostnaði meðal annars með því að deila rafbílaverksmiðju.
Rivian, sem er í 18% eigu Amazon, hefur nú hætt við samkomulagið og ætlar félagið að einbeita sér að núverandi samningum. Félagið hefur þar á meðal samið við Amazon um afhendingu á 100 þúsund rafsendibílum.