Þotuhreyflaframleiðandinn Rolls-Royce ætlar að segja upp 2.000 til 2.500 starfsmönnum á næstu dögum sem hluti af langtímaáætlunum nýs forstjóra.
Tufan Erginbilgiç, fyrrum framkvæmdastjóri hjá BP, tók við forstjórastöðunni hjá Rolls-Royce í janúar. Hann sagði örfáum dögum eftir ráðninguna að fyrirtækið þyrfti að fara í miklar breytingar til að koma í veg fyrir að Rolls-Royce yrði eftirbátur samkeppnisaðila sinna.
Fjárhagsstaða félagsins hefur batnaði til muna í fyrra, aðallega vegna þess að flugsamsöngur náðu vopnum sínum að nýju eftir kórónuveirufaraldurinn.
Rolls-Royce hefur þó einbeitt sér að þotuhreyflum fyrir langflug og því misst samkeppnisstöðu sína á þotuhreyflum fyrir minni vélar.
Meirihluti af tekjum félagsins kemur úr viðhaldskostnaði og því fór félagið afar illa úr faraldrinum. Samkvæmt viðskiptablaði Guardian starfa um 42.000 manns hjá fyrirtækinu og um helmingur þeirra á Bretlandseyjum. Búist er við því að flestar uppsagnirnar verði meðal Breta.