Samherji hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þeir þvertaka fyrir að hafa skrifað fréttatilkynningu sem birst hefur á erlendri forsíðu Samherja. Svo virðist sem um sé að ræða skipulagða árás og segist fyrirtækið taka því mjög alvarlega.

Á forsíðu Samherja í Bretlandi má sjá orðin „WE‘RE SORRY“ skrifað í hástöfum ásamt falskri fréttatilkynningu þar sem fyrirtækið biðst afsökunar á því að hafa stolið auðlindum frá íbúum Namibíu.

„Athygli Samherja hefur verið vakin á því að svo virðist sem óprúttnir aðilar hafi sent falsaða fréttatilkynningu í nafni Samherja til erlendra fjölmiðla,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Samherji mun óska eftir því að hin falska vefsíða verði tekin niður.