Opinber fyrirtæki sem selja raforku í smásölu ásamt hleðslustöðvum veita einkaaðilum harða og markvissa samkeppni og nýta sér óspart eignatengsl við heildsalana, þvert á þann aðskilnað sem hið evrópska raforkumódel kveður á um.

Þetta segir Þórdís Lind Leiva, forstöðumaður Orkusviðs N1, sem fór yfir málið á opnum fundi Félags atvinnurekenda – sem bar yfirskriftina Er ríkið í stuði? – í gær. Hún lýsir samkeppninni frá ríkinu sem óheilbrigðri og jafnvel óheiðarlegri; engu sé líkara en að um einhvers konar sandkassaleik sé að ræða þar sem elstu, stærstu og sterkustu krakkarnir hafi eignað sér leikvöllinn og neiti að hleypa þeim yngri að.

© vb.is (vb.is)

Hið opinbera í harðri markaðssókn

Hún segir opinberu fyrirtækin tvö sem starfa um allt land – Orku náttúrunnar og Orkusöluna – standa í harðri markaðssókn þessa dagana, með hætti sem einkaaðilarnir á markaðnum geti illa keppt við.

„Þetta hefur verið svolítil barátta. Við finnum mikið fyrir samkeppninni frá opinberum fyrirtækjum enda mikil harka í henni. Við bara skiljum ekki hvernig reksturinn getur staðið undir sér miðað við þau verð sem þau bjóða upp á. Það er allavega erfitt að sjá að hægt sé að skila hagnaði með þessu móti. Maður fær á tilfinninguna að það sé til endalaust fjármagn.“

Nánar er rætt við Þórdísi í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins sem kom út í morgun.