VÍS reiknar með því með því að sam­sett hlut­fall ársins verði á bilinu 98-100% eftir ný­legt „stór­tjón í Hafnar­firði“ og á­ætlaðan hlut VÍS í því tjóni.

Rétt er að taka fram að um frum­á­ætlun tjóns er að ræða. Endan­legt mat hefur ekki farið fram.

Sam­kvæmt Guð­nýju Helgu Her­berts­dóttur, for­stjóra VÍS, á upp­gjörs­fundi fyrir annan árs­fjórðung 2023 sagði hún lík­legt að sam­sett hlut­fall fyrir árið væri í efri mörkum bilsins 96-98%.

Þegar vá­tryggingar­starf­semin er skoðuð er helst litið á sam­sett hlut­fall, en það segir til um tjóna- og rekstrar­kostnað tryggingar­fé­laga í hlut­falli við ið­gjöld, en fé­lög reyna að halda hlut­fallinu undir 100% svo trygginga­starf­semin standi undir sér.

Sam­kvæmt upp­gjöri nam af­koma VÍS af vá­tryggingar­starf­semi 183 milljón króna á öðrum árs­fjórðungi sem er lækkun úr 460 milljónum árið áður.

Ef horft er á fyrri hluta árs tapaði fé­lagið 460 milljónum á vá­tryggingar­starf­semi sinni á meðan af­koma af fjár­festingum nam 2,2 milljörðum. Sam­sett hlut­fall fjórðungsins var 97,2% en var 92,4% árið á undan. Sam­sett hlut­fall á fyrstu sex mánuðum ársins var 103,6% en var 96,2 árið á undan.

Sam­sett hlut­fall á fyrsta árs­fjórðungnum var 110,4%, en var 104,7% á sama tíma á síðasta ári.