Þýski bankinn Deutsche bank ákvað í morgun að segja upp 111 stjórn­endum í einka­bankaþjónustu­deild bankans í von um að ná fjár­hags­legum mark­miðum sínum fyrir árið 2025.

Sam­kvæmt bankanum er ráðist í tölu­verðar hag­ræðingar á sviðinu sem hefur ekki verið að skila nægum hagnaði síðustu ár.

Claudio de Sanctis, sem var ráðinn yfir­maður deildarinnar í fyrra, segir að það þurfi að ráðast í enn frekari hag­ræðingarað­gerðir á næstu dögum.

Um 31% af tekjum Deutsche bank kemur úr einka­bankaþjónustu en aðeins um 23% af hagnaði bankans sam­kvæmt Financial Times.

Sam­kvæmt for­stjóra Deutsche, Christian Sewing, er það eitt af megin­mark­miðum bankans að ná viðsnúningi á þessu sviði. Sewing var fram­kvæmda­stjóri einka­bankaþjónustu hjá bankanum til ársins 2018 en eftir­menn hans náðu ekki til­settum árangri.

Bankinn er sagður binda miklar vonir við Claudio de Sanctis sem kom til bankans frá Credit Suis­se.

Á því rúma ári sem hann hefur verið við völd hefur hann lokað 300 úti­búum í Þýska­landi, losað um stjórn­endur og sagt upp um 6,5% starfs­manna.